Föðursystir í öðruveldi, fjallageit og dipermaster!

13 06 2009

Góðan og blessaðann ! 😀

Bara láta vita að ég elska nýju vinnuna mína, ég er búin að eignast litla sæta frænku og ég er farin að klifra fjöll ! Takk fyrir góðan dag!

Bróðir minn og konan hans eignuðust litla prinsessu á mánudaginn..hún kom aðeins of snemma og er ponku lítil og sæt. Hún hefur það samt gott og er alger prinsesssa! 😀 Ég hef samt ekki enn fengið að sjá hana, því auðvita náði ég að næla mér í ógeðslegt kvef og ljótann hósta daginn sem hún fæddist og ekki ráðlagt að koma nálægt fyrirbura með þannig vesen. Ég bíð því ennþá spennt og skoða myndir af henni mjög reglulega í staðinn :p Þvílík gleði og hamingja sem fylgir svona litlum börnum 😀

Nýja vinnan mín er líka æði! Það er svo gott að vakna á morganna og vilja fara í vinnuna, en ekki hugsa „oh, ég nenniggi“. Ég er á deild með 1 1/2 – 2 ára börnum. Þau eru svaka hress og gaman að fylgjast með þeim. Ég yfirsteig líka minn mesta ótta við að byrja þarna, kúkableijur! Allt mitt líf hef ég hlaupið eins hratt og fætur toga burt frá bleigjum, en núna, þá er það bara ekki boði! Þetta er ekkert mál (oftast).  46 bleijur á dag er bara ekkert mál…. hehemm…

Á öðrum degi í vinnunni var ég komin í gönguhóp í vinnunni….sure.. why not… Ég var dregin uppá Helgarfellið. Það var persónulegur sigur að hafa farið upp fjall, án þess að deyja hreinlega. Ég var, og er, hrikalega ánægð með sjálfa mig og tek öllum áskoronum fagnandi hendi núna! Vikuna eftir fórum við svo uppá Keili…það var aðeins öðruvísi, en hörkufjör líka. Ég fékk endorfín-og andrenalínkast og hljóp upp restina og slide-aði niður. újeee! Annað fjall svo í næstu viku! og hver veit nema við skellum okkur svo í sjósund! ójá…fjör fjör fjör!

Svo labba ég heim úr vinnunni á hverjum degi, tekur ekki nema 45-50 min :p ýkt hressandi og gott. Það er svo gott að vera svona hress á því og ánægður með sjálfa sig. Fílað’a !

Keilir. Einhverstaðar uppí miðju fjalli, maður þurfti að labba hevílengi til að komast að fjallinu..sést kannski smá í 1/4 af gönguleiðinni þarna á mydninni. Tekið með símanum mínum..classi ;)

Keilir. Einhverstaðar uppí miðju fjalli, maður þurfti að labba hevílengi til að komast að fjallinu..sést kannski smá í 1/4 af gönguleiðinni þarna á mydninni. Tekið með símanum mínum..classi 😉

Ég í egókasti, þvílíkt hress á toppnum á Helgafelli. Mín hljóp sko upp restina uppá topp ! ójá :p

Ég í egókasti, þvílíkt hress á toppnum á Helgafelli. Mín hljóp sko upp restina uppá topp ! ójá :p

Næstum allir dagar frá 23.maí sl. hafa verið frábærir ! Im happy…luving the summer ! 😀

Allir komandi dagar verða líka þannig.. I know it 😉





Up up my world !

25 05 2009

Ég hef komist að því að maður nær „rock bottom“ þá fær maður ágætis grunn til að spinna sér all rækilega hratt upp aftur. Þaðan er eina leiðin upp og lífið getur bara orðið gott þaðan af. Síðasta færsla hér var klárlega skrifuð þegar ég var á þessum botni. Ég var þar doldið lengi, ekki að fatta að spinna bara í botinn og koma mér upp.

But I did at last !

Hver ánægudagurinn af fætur öðrum, með fáeinum unandteknigum þegar ég komst að því að ég fengi kannski ekki að útskirfast og þurfti að redda endurtökuprófi í þýsku daginn fyrir útskift…það tókst þó allt að lokum.. og gleðin hélt áfram !

Ég fór til Köben um daginn. Daginn eftir seinasta (áætlaða) prófið mitt. Ég skemmti mér konunglega og ég gæti alveg séð það fyrir mér að búa þarna. Um leið og efnahagurinn á þessu skítasker sem við búum á lagst. Mikið hræðilega ógeðlsega dýrt var að vera þarna. Ég lét það þó ekki fara í taugarnar á mér (held þó að það hafi farið í pirrunar á sumum í ferðinni ..hoho) en ég vissi það vel að það væri nú ekkert grín að lifa þarna, og var því undirbúin. Þetta var skemmtiferð, ekki endilega „kaupa kaupa kaupa“ ferð…fór samt í H&M á fyrsta degi.. auðvitað.

Ég komst samt að því þegar ég var í H&M og búin að velja mér hrúgu af flottum fötum og fór að máta, að ég er hreynlega of stór fyrir þetta blessaða land. Ég fer í megrun áður en ég fer aftur til útlanda, það er á hreinu! Mér til varnar þá er hætt að framleiða stærstu stærðina, ekki að ég sé orðin svona ROSA stór.. haha! :p

Ég keypti þó slatta, og líklega mest af dóti handa öðrum. Aðalega Tedda og ófæddu prinsessunni 😀 Vá hvað það var gaman að flippa smá í barnadeildinni 😛 tihihi

Allavegna þá var Köben æði – Danmörk er alltaf æðislegt land – Luv it ! 🙂

ég og gugga í einhverjum rosa flottum garði. Þennan dag löbbuðum við um alla borgina og viltumst einverstaðar, löbbuðum út úr kortinu sem við vorum með ..thihi

ég og gugga í einhverjum rosa flottum garði. Þennan dag löbbuðum við um alla borgina og viltumst einverstaðar, löbbuðum út úr kortinu sem við vorum með ..thihi

Næst ætla ég að fá mér kerru fyrir alla poka og drasl :p

Næst ætla ég að fá mér kerru fyrir alla poka og drasl :p

Daginn áður en ég fór út var ég boðuð í atvinnuviðtal ! Ég fór strax, því konan vildi ná mér áður en ég færi út. Það gekk rosalega vel og maður næstum bara ráðinn á staðnum ! Ég var reyndar búin að steingleima því að ég hafi sótt þarna um, enda soldið síðan…Ég ákvað að mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt og hressandi, fyrir líkama og sál. Ég ætla því ekki að fara vinna í prenttæknis-greiranum, enda held ég, við nánari athugun að það sé ekki alveg minn tebolli, í augnabliknu.

Ég er að fara vinna á heilsuleikskóla um mánaðarmótin og mig hlakkar rosalega mikið til ! Þar ætla ég að vera þangað til mér dettur í hug að fara til útlanda í nám, það verður um leið og ég get valið mér eitthvað 1 til að læra, það er svo mikið í boði :p Ég ætla að (reyna) að safna peningum á meðan og prufa það að vera vinnandi maður og lifa lífinu. Spennandiiiii !! 😀

Ég á þó eftir að sakna Name it…þetta var orðið mitt annað heimili og mér líkar rosa vel við að vera þarna. En að vera inni í Smáralind í svona langan tíma, sérskalega á sumrin og um helgar er ekki alveg rosa nice, auk þess sem ég vil fastar tekjur og fastan vinnutíma. Þetta er búin að vera æðislegur tími í name it 🙂

Næst á dagskrá var svo að fá þetta blessaða stúdentspróf..þó fyrr hefði verið..

Það leit nú ekkert vel út, það kom upp eitthvað svaka vesen á fimmtudaginn og það þurfti að redda endurtökuprófi í þýsku á föstudeginum. Þessi vika var ekkert rosa mikið diskó..sérsaklega ekki fimmtudagurinn, en sem betur fer á ég yndislegan bróðir og góðan vin sem náðu að róa mig niður og hjálpa mér í gengum þennan klikkaðslega erfiða dag…hann fór ekki vel í mig .. kl.16 á föstudeginum hringdi svo skólastjórinn minn og sagði mér að fara kaupa mér húfu!Ví !

Ég kláraði sem sagt skólann á Laugardaginn, 23,mai ! Mikið var ég ánægð og happy með þetta allt saman ! 😀

Stúdína :)

Stúdína 🙂

Núna er það svo bara að lifa lífinu, njóta sumarsins og hafa gaman ! 😀

og já, hér með auglýsi ég eftir íbúð, á stór-hafnarfjarðarsvæðinu. kósý íbúð með 2 svefnherbergi óskast á eins lítinn pening og hægt :p

komið nóg í bili…

kv.miss happy 😀





Heilabrot

19 04 2009

Ég velti því oft fyrir mér á dögum sem þessum hvort það sé ég eða hvort það séu allir hinir sem gera líf mitt svona…

Vissulega á ég stóran hluta af máli í nokkrum tilvikum, allavegna í þeim tilvikum sem snúa bara að mér einni. En hvað með hin tilvikin?

Ég spyr mig hvort ég sé í raun 100% frekja, hafi of miklar væntingar til annara, hafi of stóra drauma, sé alveg óraunsæ og hreinlega bara nokkuð heimsk á köflum.

Ég vildi óska þess að ég væri með fullt sjálfstæði, að ég gæti staðið ein, alein, sterk og sjálfsörugg. Að ég gæti gert uppfyllt þær kröfur og væntinga sem ég hef til sjálfs míns.

Bara ef ég hefði verið vitur þegar plan A varð til. Væri þetta þá allt betra núna?

Væri ég þá orðin einhver? Væri ég þá hamingjusöm?

…gott að vera vitur eftir á..

Ég er á þeim stað núna að ég sé að ég er hreinlega ekki neitt.

Það vantar í mig mótorinn, drifkraftinn. Ég þori ekki að gera neitt sem mig langar til, en aftur á móti veit ég ekki hvað ég vil gera. Ég gæti þó gert eitthvað, en ég fæ mig ekki til að byrja. Það er eins og ég sé hrædd við framhaldið, hrædd við að þurfa að sanna mig, hrædd við höfnun, hrædd við að vera ég.

Lífið mitt hefur oft verið dáldið snúið. Oft komið upp eitthvað sem gerir það pínu flókið á köflum, eins og hjá flestum.

Núna, þá er allt á hvolfi. Það er ekki einn einasti hlutur sem gegnur upp. Reynir dáldið á. Ég er heldur ábyggilega ekki ljúfasta manneskja í heimi til að tala við þegar svona gengur á.

Próftími er versti tími skólaárins, þá er líka yfirleitt niðulútin og djúpt hugsi. Engin breyting þar á þetta árið. Það hefur nú samt gengið ágætlega með verkefnin í fjarnáminu núna, allt nema Laxnes og ljóðin…það veldur mér stórum áhyggjum. Samt fæst ég ekki til þess að setjast niður og læra þetta eitt skipti fyrir öll. Og svo auðvitað blessuð þýskan. Er það hægt að læra tungumál með góðu móti án þess að heyra það borið fram ? Og hverjum dettur í hug að hafa 90% lokapróf?! Jah, ég bara spyr…

Ég vona bara að ég nái þessi nú samt, öllu saman, svo ég fái nú loksins að útskirfast með hvítan hatt (3rd time is the charm…right?)

Svo er það vinnan. Ég er mesti auli í heimi þegar það kemur að því að finna vinnu. Hrædd um að verða bitin af hundi ef ég mæti á svæðið með umsókn. Það er svo heimskulegt þetta framtaksleisi og þessi feimni í mér í þessu máli. Afhverju er þetta svona erfitt?

Jah, reyndar veit ég afhverju þetta er svona erfitt fyrir mig, allt lame afsakanir á borð við það að ég held að ég kunni ekkert og geti ekkert og hafi ekkert sérstak fram að bjóða, hef aldrei fundist ég klár eða góð í þessu og ekki með neinar ferskar og góðar hugmyndir sem gæti komið að notum. Lúði, ég veit…

Eitt er víst, að ég hef 0% áhuga á því að vera í því starfi sem ég er í núna í allt sumar. Ég hef engan áhuga á því að hanga inni í smáralind í allt sumar, þótt að ég myndi bara vinna hálfan daginn, því að það myndi bara þýða ennþá minna launaumslag. Og það er engan vegin gott.

Málið er þá þannig að ég þarf að herða mig upp og drullast til að finna mér vinnu við hæfi, og það strax !

..og ekki batnar ástandið…
Líkamlega held ég að ég sé að rotna. Þolið er í sögulegu lágmarki, hárið er að detta af, án djóks, það er ógeðslegt og óhugnandi og aldrei hef ég sé jafn mikið hár detta af einni manneskju, nema hún sé í lyfjameðferð. Það er nokkuð ógðslegt að taka heilu lokkana af höfðinu oft á dag. Þrjár tannpínur eru að hrjá mig og mér dettur ekki til hugar að fara til tannlæknis, einfaldlega vegna þess ég á ekki efni á því. Ég skil EKKERT í þessum kostnaði sem fylgir svona viðgerðum.

Og svo til að setja iceing on the cake þá er ástarlífið ekki blómlegt heldur.
Flesta daga þá spyr ég sjálfa mig, Is it me? Einfaldast að kenna bara sjálfri mér um. Sure, stelpur eru svo erfiðar, ætlast til svo mikils og bla bla bla.
Call me old fashion, en í mínum huga þá er fjölskyldan mín mjög mikilvæg, og ég vil að makar verði partur af henni eftir ákveðin tíma. Taki þátt í því sem er að ske innan hennar og verði við hlið manns. Mikið skelfilega er ég orðin þreytt á spurningunni „hvar er kærastinn þinn?“ þegar fólk kemur sama. Þar sem allir eru með kallinn sinn, konuna sína, börnin sín og hvað annað…nema ég. Ég hef yfirleitt ekki góða afsökun.
Ég vil líka að pör deili áhugamálum sínum. Eða eigi að minnstakosti eitt áhugamál saman. Ekki bara að ég geri my thing og hann his thing.
Einhvertíman var ég að tala um þetta áhugamáls-dæmi við kallinn „minn“ og hann sagði „ég hef mín áhugamál og þú þín. Þú getur bara farið út og sinnt þínu ljósmyndaáhugamáli og ég sinni mínu áhugamáli“ (sem var at the time online poker). Þvílíkt fjör að hafa ekkert áhugamál sem hægt væri að rækta saman. (fyrir utan kynlíf… hmm)

Þegar það kom snjór þá vildi ég svo mikið læra loksins á snjóbretti. Hélt það væri nú bara gaman að fara saman í brekkurnar og læra, hafa gaman og leika í snjónum, þar sem hann kunni á bretti og gæti nú kannski kennt mér basicið. Nei, ekki hægt, vill renna sjálfur. Getur bara lært þetta sjálf. … við fórum aldrei út að leika í snjónum.
Hef nokkur önnur svona dæmi….en það virðist samt alltaf vera þannig þegar ég nefni svona tillögur um að gera eitthvað að þá er ég að skapa vesen. Er það svo erfitt að fara út að gera eitthvað fun og spontainius annaðslagði. Að eiga ekki efni á því er ekki afsökun…maður á alltaf pening fyrri part mánaðar…

Að fara í bíó er dýr skemmtun. Vissulega er bara hægt að dl. öllu draslinu, sitja heima og éta popp..sem er fínt, annaðslagið. En að fara í bíó er að fara eitthvað saman. Þá er heldur ekki poppminsla í öllu rúmminu í viku eftirá.. líka gaman að fara út á meðal fólks…

Nei, ég bara spyr, er ég að ætlast til of mikils?

Kannski er ég ein af þessum „erfiðu kærustum“ sem ég hef oft heyrt talað um. Ég ætla samt að rétt að vona ekki, ég þoli ekki þannig týpur. Kærastar eru ekki þrælar manns, ekki trúðar, eiga ekki að haga sér eins og þeir séu í fangelsi sem hafa bara vissan útivistatíma og meiga ekki gera hitt og þetta.

Ég viðurkenni það þó að ég þurfi athygli. who doesn’t ?

Ég viðurkenni líka að ég er mjög rómantýsk inn við beinið og allt cheesy og væmið er mjög velkomið á mitt borð. Eitt sætt sms myndi fá mig til að brosa hringinn í heilan dag…

Ég vona bara að eina leiðin núna sé upp. Ég ræð allavegan ekki við mikið meira…





Útlandaferð !!

13 04 2009

Hey ! það eru 30 dagar í útlandaferðina ! Ég og Gugga erum að fara til Köben (loksins) daginn eftir síðasta prófið mitt, eins gott að það gangi vel í þeim *cross my fingers*

Við ætlum að vera í 5 daga. Gelgjast og hafa gaman, fara í H&M !! og labba um allt í sólinni 😀

Merkilega lítil stytta sem er alveg 'must see'

Merkilega lítil stytta sem er alveg 'must see'

Svo förum við líka í túrist siglingu, út að borða og dansa ! og H&M…var ég búin að nefna H&M?!

Nei, við erum ekki snobbaðar.. en fancy ass hotel it is.. hohohoho

Nei, við erum ekki snobbaðar.. en fancy ass hotel it is.. hohohoho

Við ætlum einnig að þjálfa okkur í dönsku, taka fullt fullt af myndum, fara í H&M (tihihi) og drekka öl (eða reyna það amk)

...þetta lítur bara svo vel út !

...þetta lítur bara svo vel út !

Svo förum við auðvita í tívolíið og H&M…  tihihi

Ég hlakka rosalega gasalega ofur mikið til og held að það verði bara ofur gaman… 30 days and counting.. víííí

shibbbý ! =)

shibbbý ! =)

Kv.Sigga, tilvonandi útlandafari =)





Ég hlakka svo til …

23 03 2009

 

  • ég hlakka svo til þegar ég er búin í prófum ! no more school (ef þetta tekst í þetta sinn þ.e.a.s :p tihihi)
  • ég hlakka svo til þegar ég fer með Guggu (og vonandi Sólveigu líka) til kongsins köben
  • ég hlakka svo til að fara á flugvöllinn – flugvélina – lestina – hótelið … langt í burtu frá íslandi
  • ég hakka svo til að fara versla ! fullt af nýjum fötum ! (og eyrnalokkum)
  • ég hlakka svo til þegar ég get keypt mér bíl – ég ætla að kaupa jeppa !
  • ég hlakka svo til þegar ég er búin að fá jeppann minn og fara út á land og leika
  • ég hlakka svo til þegar sumarið kemur – sumarfríið – fara í útilegur með fína fína tjaldið mitt
  • ég hlakka svo til að hitta JónLöggu !
  • ég hlakka svo til að grilla
  • ég hlakka svo til að fara í bláa lónið næst þegar það er gott veður
  • ég hlakka svo til í júlí – þá eignast ég litla bróðurdóttir – prinsessu !
  • ég hlakka svo til að hitta Tedda – það er alltaf svo gaman að sjá Tedda !
  • ég hlakka svo til að fá freknur !
  • ég hlakka svo til þegar toppurinn minn hættir að haga sér „nýklippur“ og fer að verða töff alltaf !

 

  • ég hlakka ekki til allra næstu viku – því það á að snjóa !
  • ég hlakka ekki til að útskirfast – sá dagur verður ekki eins og ég hefði hugsað mér
  • ég hlakka ekki til að fara sækja um vinnu í vikunni – það er svo kjánalegt eitthvað
  • ég hlakka ekki til að fara sofa – ein
  • ég hlakka ekki til að vakna á morgun – því það er eitthvað svo tilgangslaust

 

hvort er réttara að segja ég hlakka eða mig hlakkar ?   hlakka er ljótt orð !

 

muff





Shopping ! Einkauf ! Achat ! Compera ! Versla !

4 03 2009

Jebb…I feel görlý at the moment !

ég fór í bíó á Confessions of a Shoppaholic í kvöld .. dæmigerð chick flick mynd með öllu því helsta sem stelpumyndir þurfa að hafa – það er, stelpu sem hefur of stóra drauma, fær eitt tækifæri, klúðrar því, og allt verður vonlaust, verður ástfangin af einhverjum gaur sem fattar í endann að hann var líka hrifinn af henni, og svo allt í einu, þegar allt er hopelesslý ömulegt – þá verður kraftaverk ! Þú færð ekki aðeins drauminn uppylltann, nei nei, heldur eitthvað allt annað sem er milku betra OG gaurinn, og allir eru lige glad til æfiloka. Krúttlegt…

Þessi mynd er samt stórhættuleg..fær mann til að langa að fara í real shopping spree ! Mig langar að kaupa mér skó !  Mig vantar skó, já, vantar skó… OG mig vantar líka kasmír peysu (hvað sem það nú er eiginlega..) svo vantar mig líka nokkrar buxur, pils, jakka og Gútsí tösku ! jeb..Gútsí ! OG nýja kjól ! og skó við hann, og skrart í stíl, og tösku við það. ( Þó ég eigi nú ennþá ónotðan geggjaðan kjól úr Cost sem ég fékk á spot prís, er að spara hann fyrir skírnina..hmm.. )

Myndi ég samt ganga í kjól on a reglular basis ? Nei.. klárlega ekki.. ef það passar ekki við nike stigaskónna mína eða flip flops (eða versta falli flatbotna stígvelin min) þá er ég ekki að fara vera i því, nema það sé sérstaklega hátíðlegt tilefni.

Mig langar samt að fara versla. Damn, ég hefði ekki átt að fara í bíó…

shopping-logo-tss





What is love?

13 02 2009

Hef verið að pæla svoldið að undaförnu, kannski of mikið..

Hvað er ást?

Það sem mér dettur í hug er allt svo væmið og óraunverulegt, að því er virðist. Svona ást er bara til í lögum og bíómyndum og á sér í raun engar stoðir í raunveruleikanum. Þegar ég hugsa um ást þá hugsa ég að viðkomandi myndi gera allt í heiminum til að vera með þeim sem hann elskar. Virða, treysta og trúa.

Það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður vaknar – það seinasta sem maður hugsar um þegar maður sofnar. Hjartað slær hraðar þegar hann horfir í augun á manni, fær mann til að brosa bara við að brosa til manns, eitt knús gæti læknað öll heimsins sár. Einhver sem maður vill njóta allra sérstakra viðburða með, njóta sömu augnablikum með, eignast sameinginlega minningar með. Hlæja með. Að finnast vera mikilvægur er ein af bestu tilfinningunum, vera hluti af tilveru annars aðila. Gera allt sem í valdi manns stendur til að gera líf hvors annars yndislegt…alltaf.

Ég játa þó að sum lög og bíómyndir eru dálítið fjarstæðukennd, kannski óþarfi að fara færa fjöll og synda yfir hafið til að tjá ást sýna. But then again þá gerir maður allt fyrir ástina.

Uppáhalds lagið mitt þessa dagana er með Noruh Jones. Þessi texti er alveg frá mínu hjarta. Yndislegt lag þar að auki.

What am I to you
Tell me darling true
To me you are the sea
Vast as you can be
And deep the shade of blue

When you’re feeling low
To whom else do you go
See I cry if you hurt
I’d give you my last shirt
Because I love you so

If my sky should fall
Would you even call
Opened up my heart
I never want to part
I’m giving you the ball

When I look in your eyes
I can feel the butterflies
I love you when you’re blue
Tell me darlin true
What am I to you

Yah well if my sky should fall
Would you even call
Opened up my heart
Never want to part
I’m giving you the ball

When I look in your eyes
I can feel the butterflies
Could you find a love in me
Could you carve me in a tree
Don’t fill my heart with lies

I will you love when you’re blue
Tell me darlin true
What am I to you

Held þetta sé komið gott í bili, njótið Valentínustardagsins





Hellings snjór!

28 01 2009

Fullt fullt fullt af snjó ! Ég fór út að labba lengi lengi áðan og tók nokkrar myndir. Gekk reynar ekkert gasalega vel, dimmt, endalaus snjókoma og allt blátt ! kjáni ég hohoho…

en nokkrar myndir komnar á flickr-ið mitt..endilega kíka 😉

Helena Björg

kv.snjókallasigga





Ef ég ætti eina ósk, veistu hvers ég myndi óska mér…

27 01 2009

…reyndu að giska á, hvers eðils þessi ósk mín er…

sunny-beach-palm

ég er alveg að verða nett tjúlluð á þessu skeri hér. skítakuldi, dimma, 99% af öllu umfjöllunarefni hér er neikvætt, engir peningar, engin stjórn, ekkert bjart framundan. nuffin!

ég held ég sé ekki gerð til þess að vera svona ‘chilluð’ eins og ástandið á mér er núna. fer mjög seint að sofa, vakna seint alla daga, horfi á skrubs, how i met your mother, kyle xy og bíómyndir langt fram eftir degi, læri smá (stundum) og fer stökusinnum í vinnuna, í svoan 4 tíma í einu, 3 daga vikunnar-kannski, og svo aðra hvora helgi.  en dont ge me wrong, þetta getur verið virkilega nice, en ekki alveg í mánuði í senn..kannski ponku mikið af því góða.

ef ég ætti eina ósk, þá væri ég ekki í vafa hvers ég óskaði mér

ég óska mér að væri komin á heita strönd, fjarri öllu daglegu lífi, þar sem er helst enginn, í smá stund. svo þegar ég er búin að taka til í hausnum á mér þá kæmi kallinn minn og eitthvað fólk, og það eins sem væri gert væri að drekka koktaila, fara í strandblak, fótbolta, surfað, farið í gögnutúra, tanað, dansað, helgið og haft gaman. allt utanað komandi áreiti bannað.

ef ég ætti bara eina ósk..

ég er í svo mikilli afneitun að það skuli vera vetur. ég fór í smáralindina í dag, ætlaði bara að skoða smá í búðir á meðan ég væri að bíða eftir fundi, endaði á því að kaupa grænan sumarlegan hlírabol og sígunaeyrnalokka í stíl, sólgleraugu (með rauðum frame!) og 2 uppskirfarbækur! já, uppskrifatarbækur! eina með wok réttum og hina með allskonar súkkulaði kökum! namm! svo er ég búin að vera blasta danstónlist í ipodinum í „allan dag“ (alla dag=frá ca.18-22)

ég i sumarfiling fyrr i kvöld,með allt nýja stuffið að hlusta á shine on me rio

ég í sumarfíling fyrr í kvöld,með allt nýja stuffið að hlusta á shine on með rio

eitt sem ég er þó spennt fyrir þessa dagana. 6 feb, sem er eftir 11 daga, þá ætla ég og gugga mín að fara út að borða í turninn og svo á tónleika með okkar ástkæru familjen! sæll hvað það á eftir að vera gaman!





Áramóta annáll 2008

15 01 2009

-Pínu sein á ferðinni þennan mánuðinn en..- Gleðilegt ár allir saman! Nýtt ár gengið í garð og í fyrsta sinn er árið algerlega óplanað og ég veit barasta ekkert hvað bíður mín. Spes tilfining.

Datt svona í hug að renna yfir nýliðið ár, sjá hvað maður hefur verið að dunda sér við…nefna það helsta svona. Það sem mér dettur fyrst í hug ef ég hugsa um árið 2008 er þetta:

– Captain Morgan
– Guðbjörg
– Passoa
– Útilegur
– KFC !
– Útilegur
– Sólbruni
– Svakaleg hamingja
– Sorg
– Tvítugsafmæið mitt
– Ást
– Reiði
– Bestasta ár hingað til..

Hellings snjór var i Úthlið. Góð byrjun á góðum mánuði..

Hellings snjór var í Úthlíð þegar við krakkarnari fórum í bústað í mars.

Ég og Guðbjörg settum persónulegt met í að djamma þetta árið. Sem var heví gaman og áhugavert í alla staði 😉

"botninn upp beibi"

"botninn upp beibí"

Århus,séð frá þaki Århus Kulturmuseum

-Århus,séð frá þaki Århus Kulturmuseum- ég fór til danmerkur í mars, það var ánæguleg ferð. Fór meira segja í Lego-land!! 😀

P

Sumarið var æðibiti...ég og gugga fórum í hringeggju meira segja! haha 😛

D

Við fórum í nokkar útilegur..það er bestast. Nýja tjaldið mitt fær pottþétt að finna fyrir því á komndi sumri 😀 Þessi mynd er tekin um verslunarmannahelgina á Mývatni

16.júli kom Birgir Ágúst i heiminn..alger gullmoli

16.júlí kom Birgir Ágúst í heiminn..alger gullmoli

Ég fékk mér svo loksins tattú í september… greinilega happa störnur sem ég lét brennimerkja á mig, því daginn eftir það fór ég á Skímó ball (bara svona for old times sake..) og fann þar ástina mína..eða hann mig..

P

Ég og Konni :* Svo sæt saman, er það ekki? hohohoho 😛

Án efa bestasta helgin síðari hluta árs var Airwaves helgin..shitt hvað það var geggjað ! Sá þar magnaðar hljómsveitir, m.a Bloodgroup, Junior Boys, Mega ultra technobandið stefán (sem var upplifun), Motion boys og Familjen! (sem eru btw. að koma aftur eftir 3 vikur !!)

Skytturnar þrjár á Airwaves! Ógeðslegur hitir og troðningur á Tunglinu

Skytturnar þrjár á Airwaves! Ógeðslegur hitir og troðningur á Tunglinu

Ég byrjaði líka í nýjum skóla .. Tækniskólanum, Grafísk miðlun/Prenttækni. Kláraði það líka núna í des. Ví!

Bestasta sem gerðist þetta árið, innan fjölskyldunnar, var fæðing prinsins, 16.desember. Hann er svo fallegur, skír og góður. Alger engill !

Litli prins Sveinbjarnar - og Sifjarson

Litli prins Sveinbjarnar - og Sifjarson

Jáh, þetta er svona það helsta..svo er náttlega hellings annað sem ég er að gleyma að nefna..

Enda þetta á mest spilaðalagi ársins…lag sem gerð Kára greiið gráhærðan á ferð okkar um landið. Lag nr.10 😛 – Im yours / Jason Marz